![]() |
|---|
Alchemilla alpina
Ljónslappi
Rósaætt
Rosaceae
Hæð
lágvaxin, um 5 - 20 cm
Blómlitur
ljós grænn
Blómgun
júní
Lauflitur
skærgrænn
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
frekar rýr, vel framræstur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
harðgerður
Heimkynni
Evrópa og S-Grænland
Döggblöðkur, Alchemilla, er ættkvísl jurta í rósaætt, Rosaceae. Þær eru blaðfagrar og þó blómin láti lítið yfir sér eru ljósgrænir sveipirnir mikið skraut sem fer afar vel með öðrum plöntum. Langflestar tegundir ættkvíslarinnar eiga heimkynni í norðanverðri Evrasíu, en einnig eru nokkrar tegundir sem eiga heimkynni í fjöllum Afríku og í Norður-Ameríku. Þrjár tegundir vaxa villtar á Íslandi (*).
Fjölgun:
Skipting að vori
Sáning - þarf kaldörvun, best sáð að hausti.
Fræ rétt hulið og haft í 2-4 vikur við stofuhita og svo er best að setja sáninguna út fram að spírun. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki s áningunni of snemma. Spírar best við 5-12°C
Ljónslappi er algengur um allt land og vex frá láglendi og upp til fjalla. Hann er ljómandi snotur steinhæðaplanta með sitt fallega, glansandi, skærgræna lauf sem er silfrað á neðra borði. Gulgræn blómin eru falleg uppfylling með öðrum litum.

