Alchemilla mollis
Garðamaríustakkur
Rósaætt
Rosaceae
Hæð
meðalhár, um 30-50 cm
Blómlitur
ljós grænn
Blómgun
júní-júlí
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól - skuggi
Jarðvegur
meðalfrjór, vel framræstur, rakur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
harðgerður.
Heimkynni
S-Evrópa
Döggblöðkur, Alchemilla, er ættkvísl jurta í rósaætt, Rosaceae. Þær eru blaðfagrar og þó blómin láti lítið yfir sér eru ljósgrænir sveipirnir mikið skraut sem fer afar vel með öðrum plöntum. Langflestar tegundir ættkvíslarinnar eiga heimkynni í norðanverðri Evrasíu, en einnig eru nokkrar tegundir sem eiga heimkynni í fjöllum Afríku og í Norður-Ameríku. Þrjár tegundir vaxa villtar á Íslandi.
Fjölgun:
Skipting að vori.
Sáning - þarf kaldörvun, best sáð að hausti.
Fræ rétt hulið og haft í 2-4 vikur við stofuhita og svo er best að setja sáninguna út fram að spírun. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma. Spírar best við 5-12°C.
Meðalhá fjölær planta með stórgerðu laufi og ljósgrænum blómum í stórum klösum. Hún þrífst bæði í sól og hálfskugga, í flestum jarðvegsgerðum, en kann best við sig í vel framræstum, frekar rökum jarðvegi. Harðgerð og sáir sér svolítið.