top of page
Mýrastigi

Allium christophii

Allium albopilosum

Dúnlaukur

Laukætt

Alliaceae

Hæð

meðalhár, um 40-60 cm

Blómlitur

purpurarauður með málmgljáa

Blómgun

júlí - ágúst

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

næringarríkur, vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

þarf hlýjan, sólríkan vaxtarstað

Heimkynni

Tyrkland, Íran og Túrkmenistan í Mið-Asíu

Ættkvíslin Allium, laukar, tilheyrir laukætt, Alliaceae. Hún inniheldur ekki bara matlaukana sem við þekkjum, heldur einnig nokkrar fallegar garðplöntur. Þetta er afar stór ættkvísl sem inniheldur hátt í 1000 tegundir sem flestar eiga heimkynni í tempraða beltinu á norðurhveli jarðar.

Fjölgun:


Laukar settir niður að hausti.


Skipting að vori. Hnaus stunginn varlega upp og laukar losaðir í sundur. Það er mikilvægt að passa að stinga ekki í laukana.


Sáning - þarf kaldörvun, best sáð að hausti.

Fræ rétt hulið og haft í 2-4 vikur við stofuhita og svo er best að setja sáninguna út fram að spírun. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma. Spírar best við 5-12°C.

Meðalhá laukplanta með mjög stórum, kúlulaga klösum af purpurableikum blómum með málmgljáa. Hann er mögulega bara einær hér á landi. Til að eiga möguleika á að ná að blómstra eftir fyrsta sumarið þarf hann mjög sólríkan stað og vel framræstan jarðveg. Þolir illa bleytu.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page