Allium narcissiflorum
Skrautlaukur
Laukætt
Alliaceae
Hæð
lágvaxinn, um 25-30 cm
Blómlitur
bleikur
Blómgun
júlí
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
vel framræstur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
harðgerður
Heimkynni
N-Portútgal, SV-Frakkland og NV-Ítalía
Ættkvíslin Allium, laukar, tilheyrir laukætt, Alliaceae. Hún inniheldur ekki bara matlaukana sem við þekkjum, heldur einnig nokkrar fallegar garðplöntur. Þetta er afar stór ættkvísl sem inniheldur hátt í 1000 tegundir sem flestar eiga heimkynni í tempraða beltinu á norðurhveli jarðar.
Fjölgun:
Laukar settir niður að hausti.
Skipting að vori. Hnaus stunginn varlega upp og laukar losaðir í sundur. Það er mikilvægt að passa að stinga ekki í laukana.
Sáning - þarf kaldörvun, best sáð að hausti.
Fræ rétt hulið og haft í 2-4 vikur við stofuhita og svo er best að setja sáninguna út fram að spírun. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma. Spírar best við 5-12°C.
Lávaxin lauktegund sem svipar mjög til morgunlauks, en blómin eru bleikari. Vex í kalksteinsskriðum í heimkynnum sínum.