Mýrastigi

Anemone nemorosa 'Robinsoniana'

Skógarsnotra

Sóleyjaætt

Ranunculaceae

Hæð

lágvaxin, um 10-15 cm

Blómlitur

lillablár

Blómgun

maí

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, frekar rakur

pH

súrt - hlutlaust

Harðgerði

harðgerð

Heimkynni

Evrópa

Snotrur, Anemone, tilheyra sóleyjaætt, Ranunculaceae og líkjast mjög sóleyjum. Þær vaxa einkum á norðlægum slóðum og upp til fjalla. Margar blómstra á vorin eða snemmsumars, þó nokkrar, eins og haustsnotra, blómstri síðsumars.

Fjölgun:


Hnýði gróðursett að hausti.


Skipting að vori.

Vorblómstrandi skógarplanta sem fer vel í trjábeðum. Hún breiðir hægt úr sér með jarðstönglum og myndar með tímanum breiðu. Blómin eru lillablá, einföld á stuttum blómstönglum. Þrífst best í aðeins rökum, lífefnaríkum, frjóum og vel framræstum jarðvegi sem er aðeins súr.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.