Mýrastigi

Anticlea elegans

sh. Zigadenus elegans

Mjallarkirtill

Ferlaufungsætt

Melanthiaceae

Hæð

meðalhár, um 30 - 40 cm

Blómlitur

gulhvítur með grænum blettum

Blómgun

júlí - ágúst

Lauflitur

dökkgrænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, sendinn, rakur, kalkríkur

pH

hlutlaust - basískt

Harðgerði

virðist nokkuð harðgerður

Heimkynni

vestanverð N-Ameríka

Ættkvíslinni Zigadenus, eiturkirtlum,  var fyrir nokkru skipt upp og er nú aðeins ein tegund eftir í þeirri ættkvísl, Z. glaberrimus. Aðrar tegundir þeirrar ættkvíslar og einnig þrjár tegundir ættkvíslarinnar Stenanthium, hafa verið fluttar í ættkvíslina Anticlea. Þetta eru eitraðar laukplöntur með heimkynni í Asíu og N-Ameríku.

Fjölgun:


Laukar að hausti.


Skipting að vori eða hausti.


Sáning - sáð í september - nóvember.

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita í 6 vikur og síðan úti fram að spírun. Ef fræ hefur ekki spírað þegar fer að hlýna, getur þurft að taka fræið inn í stofuhita.

Nokkuð harðgerð og sérkennilega falleg planta.
Öll plantan er eitruð og heitir á ensku því óaðlaðandi nafni "mountain death camas". Nafnið er dregið af því að laukarnir líkjast matlaukum og laukum indíánalilju, Camassia, en eru mjög eitraðir og drógu marga landnema í vesturríkjum Bandaríkjanna til dauða þegar þeir voru teknir í misgripum fyrir æta lauka. Laufið er einnig eitrað og getur dregið búfénað til dauða, en það líkist mjög grasi.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.