Aquilegia glandulosa
Stjörnuvatnsberi
Sóleyjaætt
Ranunculaceae
Hæð
meðalhár, um 50-60 cm
Blómlitur
tvílitur, blár og hvítur
Blómgun
júní
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
vel framræstur, frekar frjósamur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
harðgerður
Heimkynni
fjöll í Mið-Asíu
Ættkvíslin Aquilegia, vatnsberar, tilheyrir sóleyjaætt, Ranunculaceae. Þeir eru einnig nefndir sporasóleyjar og er það nafn dregið af hunangssporum sem krónublöðin mynda. Þetta eru harðgerðar plöntur sem kunna best við sig í heldur rökum jarðvegi og skugga part úr degi. Þó eru til fjallaplöntur í þessari ættkvísl sem kjósa að vera sólarmegin í lífinu og vaxa best í vel framræstum jarðvegi.
Fjölgun:
Sáning – fræ spírar hægt og við lágt hitastig, best sáð að hausti eða síðvetrar.
Fræ ekki hulið og sett út fram að spírun. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma.
Mjög falleg, meðalhá tegund með stórum, næstum flötum blómum með mjög stuttum, innbognum sporum. Blómin geta verið tvílit blá og hvít eða einlit blá. Hann þarf góð skilyrði til að þrífast vel, sól eða hálfskugga og vel framræstan, næringarríkan jarðveg. Sáir sér ekki.