![]() |
---|
Aremisia pontica
Rómarmalurt
Körfublómaætt
Asteraceae
Hæð
lágvaxið, um 30 cm
Blómlitur
gulur
Blómgun
blómstrar yfirleitt ekki
Lauflitur
grágrænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
þrífst ágætlega
Heimkynni
SA-Evrópa
Malurtir, Artemisia, tilheyra körfublómaætt, Asteraceae. Ættkvíslinni tilheyra bæði jurtir og runnar með ilmandi laufi sem eiga heimkynni í tempruðu beltum norður- og suðurhvels þar sem þær vaxa yfirleitt í frekar þurrum jarðvegi. Artemisia absinthium er notuð í ýmsa áfenga drykki s.s. absinthe og vermouth. Nokkrar tegundir eru ræktaðar sem skrautplöntur í görðum.
Fjölgun:
Skipting að vori
Sáning - sáð að vori.
Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (20°C) fram að spírun.
Planta með fallegt grágrænt lauf, sem blómstrar yfirleitt ekki hérlendis. Þrífst best í sól og vel framræstum jarðvegi.