Aster tongolensis 'Wartburgstern'
Kvöldstjarna
Körfublómaætt
Asteraceae
Hæð
meðalhá, um 30-40 cm
Blómlitur
ljós fjólublár
Blómgun
júlí - ágúst
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur, lífefnaríkur, blandaður grófum sandi
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
sæmilega harðgerð, en getur verið skammlíf
Heimkynni
tegundin vex vill í V-Kína og Himalaja
Stjörnufíflar, Aster, tilheyra körfublómaætt, Asteraceae. Heimkynni ættkvíslarinnar eru engi í tempraða beltinu nyrðra, og vex meirihlutinn í Norður-Ameríku. Þeir þrífast best í rökum, frjósömum jarðvegi og kjósa að vera sólarmegin í lífinu. Flestir stjörnufíflar blómgast síðsumars og fram á haust, en þeir sem helst eru ræktaðir hér eru háfjallaplöntur sem blómgast fyrr, í júlí - ágúst.
Fjölgun:
Skipting að vori.
Sáning - sáð að vori.
Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.
Meðalhá planta sem þarf vel framræstan, lífefnaríkan jarðveg til að þrífast vel. Hún lifir ekki lengi í of þéttum, blautum jarðvegi. Vex vel í sól eða hálfskugga. Skipta þarf kvöldstjörnu á 3-4 ára fresti til að halda henni gróskumikilli.