top of page
![]() |
---|
Astilbe chinensis 'Superba'
Kínablóm
Steinbrjótsætt
Saxifragaceae
Hæð
hávaxið, blómstönglar um 80 cm
Blómlitur
purpurarautt
Blómgun
ágúst - september
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur, lífefnaríkur, næringarríkur
pH
súrt - hlutlaust - basíst
Harðgerði
harðgert
Heimkynni
garðaafbrigði
Ættkvísl musterisblóma, Astilbe, tilheyrir steinbrjótsætt, Saxifragaceae og eiga flestar tegundir ættkvíslarinnar heimkynni í A-Asíu. Þær þurfa rakan jarðveg og bjartan og hlýjan vaxtarstað. Mörg yrki musterisblóma blómstra of seint fyrir íslenskar aðstæður og því mikilvægt að velja snemmblómgandi yrki.
Fjölgun:
Skipting að vori.
Blómgun nokkuð árviss. Breiðist hægt út með jarðstönglum.
bottom of page