![]() |
---|
Astilbe chinensis 'Visions in Red'
Kínablóm
Steinbrjótsætt
Saxifragaceae
Hæð
hávaxið, blómstönglar um 45 - 75 cm
Blómlitur
rauðbleikur
Blómgun
ágúst - september
Lauflitur
dökkgrænn
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
vel framræstur, lífefnaríkur, næringarríkur
pH
súrt - hlutlaust - basíst
Harðgerði
þrífst vel
Heimkynni
garðaafbrigði
Ættkvísl musterisblóma, Astilbe, tilheyrir steinbrjótsætt, Saxifragaceae og eiga flestar tegundir ættkvíslarinnar heimkynni í A-Asíu. Þær þurfa rakan jarðveg og bjartan og hlýjan vaxtarstað. Mörg yrki musterisblóma blómstra of seint fyrir íslenskar aðstæður og því mikilvægt að velja snemmblómgandi yrki.
Fjölgun:
Skipting að vori.
Afbrigði af kínablómi með rauðbleikum blómum. Takmörkuð reynsla, en virðist þrífast vel hingað til.
Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?
Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.