top of page
Mýrastigi

Astrantia major 'Rubra'

Sveipstjarna

Sveipjurtaætt

Apiaceae

Hæð

hávaxin, um 60-70 cm

Blómlitur

vínrauður

Blómgun

júní - ágúst

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

frekar rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerð

Heimkynni

garðaafbrigði

Ættkvísl sveipstjarna, Astrantia, tilheyrir sveipjurtaætt, Apiaceae. Flestar tegundir ættkvíslarinnar eiga heimkynni í skógivöxnu fjalllendi Mið- og Austur-Evrópu þar á meðal Ölpunum. Þetta eru harðgerðar, meðalháar plöntur sem þrífast vel í almennri garðmold bæði í sól og nokkrum skugga.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning - þarf kaldörvun, best sáð að hausti.

Fræ rétt hulið og haft í 2-4 vikur við stofuhita og svo er best að setja sáninguna út fram að spírun. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma. Spírar best við 18°C svo best er að taka sáninguna inn þegar fer að hlýna.

Einnig er hægt að setja sáninguna í kæli í 4-6 vikur og færa svo aftur í stofuhita.

Harðgerð planta sem þarf ekkert að hafa fyrir.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page