top of page

Brunnera macrophylla

Búkollublóm

Munablómaætt

Boraginaceae

Hæð

meðalhá, um 30-40 cm

Blómlitur

blár

Blómgun

maí - júní

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

hálfskuggi - skuggi

Jarðvegur

vel framræstur, lífefnaríkur, frekar rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

þokkalega harðgert

Heimkynni

Kákasus

Ættkvísl búkollublóma, Brunnera, tilheyrir munablómaætt, Boraginaceae og inniheldur aðeins þrjár tegundir sem eiga heimkynni í skóglendi A-Evrópu og NV-Asíu. Allar eru vorblómstrandi þekjuplöntur sem vaxa best í skugga.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning – fræ spírar hægt og við lágt hitastig, best sáð að hausti eða síðvetrar

Fræ ekki hulið sett út fram að spírun. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma.

Skuggþolin planta sem þrífst best í rökum, lífefnaríkum jarðvegi.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page