top of page
Mýrastigi

Cerastium biebersteinii

Rottueyra

Hjartagrasaætt

Caryophyllaceae

Hæð

lágvaxið, um 10 - 15 cm

Blómlitur

hvítur

Blómgun

júní - júlí

Lauflitur

silfurgrár

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, blandaður grófum sandi

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgert

Heimkynni

Krímskagi

Fræhyrnur, Cerastium, er einsleit ættkvísl um 100 tegunda í hjartagrasaætt, Caryophyllaceae, með heimkynni um allan heim þó flestar vaxi um tempraðabeltið nyrðra. Þær þrífast almennt best á sólríkum stað í þurrum, snauðum jarðvegi.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Græðlingar snemmsumars. 

Blómlaus stilkur rifinn frá alveg niður við jörð og stungið í vikurblandaða pottamold. Haldið röku á skýldum stað, ekki í sterkri sól þar til græðlingurinn hefur rótað sig.


Sáning - sáð að vori.

Fræ ekki hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.

Harðgerð planta sem verður þakin í blómum. Stendur lengi í blóma. Líkist mjög völskueyra, en krónublöðin á rottueyra hafa dýpri skerðingar.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page