top of page
Cicerbita alpina
Bláfífill
Körfublómaætt
Asteraceae
Hæð
mjög hávaxinn, um 120 - 130 cm
Blómlitur
fjólublár
Blómgun
júní - júlí
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól - skuggi
Jarðvegur
vel framræstur, frekar rakur
pH
súrt - hlutlaust
Harðgerði
harðgerður
Heimkynni
fjalllendi í Evrópu
Bláfíflar, Cicerbita, er ættkvísl um 20 tegunda í körfublómaætt, Asteraceae. Margar eru fjallaplöntur sem vaxa í skógarjöðrum og rjóðrum í Evrópu og Asíu.
Fjölgun:
Skipting að vori.
Sáning - sáð að vori
Fræ hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.
Hávaxin planta sem þarf almennt ekki stuðning. Þolir skugga og blómstrar en verður teygðari í vexti en ef hann vex í sól.
bottom of page