top of page
Mýrastigi

Cortusa matthioli 'Alba'

Alpabjalla

Maríulykilsætt

Primulaceae

Hæð

lágvaxin, um 20-30 cm

Blómlitur

hvítur

Blómgun

júní

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, lífefnaríkur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerð

Heimkynni

tegundin vex villt í fjalllendi í suður og austur Evrópu, m.a. Alpafjöllum og Karpatafjöllum

Bjöllulyklar, Cortusa, er lítil ættkvísl í maríulykilsætt, Primulaceae,  sem líkjast nokkuð maríulyklum. Flestar tegundir eru vorblómstrandi fjallaplöntur sem vaxa í fjöllum S- og A-Evrópu m.a. Ölpunum og Karpatafjöllum, en einhverjar tegundir vaxa í Kína.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning - sáð að vori.

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Spírun getur verið hæg og tekið nokkra mánuði. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.

Falleg skógarplanta sem þrífst best í vel framræstum, lífefnaríkum jarðvegi og hálfskugga, þar sem sólin nær að skína aðeins í gegn. Gróskumeiri en tegundin.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page