Cremanthodium arnicoides
Gulllotkarfa
sh. Lotkarfa
Körfublómaætt
Asteraceae
Hæð
40 - 60 cm
Blómlitur
gulur
Blómgun
júní
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
vel framræstur, rakur
pH
súrt - hlutlaust
Harðgerði
virðist harðgerð ef frárennsli er nægilegt
Heimkynni
Himalaja
Lotkörfur, Cremanthodium, er ættkvísl um 50 tegunda í körfublómaætt, Asteraceae, með heimkynni í Himalajafjöllum. Þær eiga það sameiginlegt að bera gul, lútandi blóm og er nafn ættkvíslarinnar dregið af því. Þær þurfa allar vel framræstan jarðveg og jafnan jarðraka, en þola illa að standa í vatni yfir vetrarmánuðina.
Fjölgun:
Sáning - fræ hefur mjög lélegt geymsluþol og þarf því að sá því að hausti.
Fræ rétt hulið og sett út eða geymt í kæli fram á vor, síðan haft við stofuhita (18-22°C) fram að spírun.
Meðalhá tegund með stórgerðu laufi í hvirfingu neðst og klösum af gulum, hangandi körfublómum. Hún þolir illa vetrarbleytu og þarf því mjög gott frárennsli, en þarf samt jafnrakan jarðveg yfir sumarmánuðina.