top of page
Mýrastigi

Delphinium cashmerianum

Lávarðaspori

Sóleyjaætt

Ranunculaceae

Hæð

lágvaxinn, um 30 cm

Blómlitur

fjólublár

Blómgun

júlí

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

frjór, lífefnaríkur, vel framræstur, frekar rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerður

Heimkynni

Himalajafjöll

Riddarasporar, Delphinium, er fjölskúðug ættkvísl í sóleyjaætt, Ranunculaceae, með um 300 tegundum. Flestar eru tignarlegir fjölæringar með heimkynni um norðanvert tempraða beltið og suður til fjalla Afríku. Mest er ræktað af kynbættum yrkjum í görðum.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning - sáð að vori.

Fræ rétt hulið og sett út, spírar best við 10-15°C. Fræ hefur takmarkað geymsluþol og ætti því að sá því eins fljótt og hægt er eða geyma í kæli fram að sáningu.

Mun lágvaxnari en riddarasporayrkin og þarf því ekki stuðning.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page