top of page
Mýrastigi

Delphinium x cultorum 'Afi'

Riddaraspori

Sóleyjaætt

Ranunculaceae

Hæð

mjög hávaxinn, um 2 m á hæð. Þarf stuðning.

Blómlitur

ljósblár

Blómgun

júlí - ágúst

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

næringarríkur, vel framræstur, lífefnaríkur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerður

Heimkynni

garðablendingur

Riddarasporar, Delphinium, er fjölskúðug ættkvísl í sóleyjaætt, Ranunculaceae, með um 300 tegundum. Flestar eru tignarlegir fjölæringar með heimkynni um norðanvert tempraða beltið og suður til fjalla Afríku. Mest er ræktað af kynbættum yrkjum í görðum.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning - sáð að vori.

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 22°C) fram að spírun. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.

Þetta er afleggjari af plöntu sem óx í garði afa míns, Kristmundar Georgssonar og hef ég því kallað hann "Afa". Ég hef enga hugmynd um uppruna eða nafn.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page