top of page
Mýrastigi

Dianthus pavonius

Grasdrottning

Hjartagrasaætt

Caryophyllaceae

Hæð

lágvaxin, um 10 cm

Blómlitur

bleikur

Blómgun

júlí

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, blandaður grófum sandi, kalksnauður

pH

súrt - hlutlaust

Harðgerði

frekar viðkvæm, þolir illa vetrarbleytu

Heimkynni

sunnanverðir Alpar og Pýreneafjöll

Dianthus, drottningablóm, er stór ættkvísl í hjartagrasaætt, Caryophyllaceae, með um 300 tegundum sem flestar eiga heimkynni við Miðjarðarhafið, norður eftir Evrópu og austur til Asíu. Flestar mynda lága brúska eða breiður og vaxa best í þurrum, grýttum jarðvegi á sólríkum stað og henta því vel í steinhæðir.

Fjölgun:


Sumargræðlingar.

Blómlaus stilkur rifinn frá alveg niður við jörð og stungið í vikurblandaða pottamold. Haldið röku á skýldum stað, ekki í sterkri sól þar til græðlingurinn hefur rótað sig.


Sáning - sáð að vori.

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.

Fíngert lauf sem minnir á gras. Viðkvæm, þolir illa vetrarumhleypinga.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page