![]() |
---|
Digitalis purpurea 'Primrose Carousel'
Fingurbjargarblóm
Græðisúruætt
Plantaginaceae
Hæð
hávaxið, um 60 - 80 cm
Blómlitur
rjómagulur
Blómgun
júlí - ágúst
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
frekar vel framræstur, en vex í flestum jarðvegsgerðum
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
harðgert
Heimkynni
garðaafbrigði
Fingurbjargarblóm, Digitalis, er ættkvísl um 20 tegunda sem áður var flokkuð í grímublómaætt en hefur nú verið færð undir græðisúruætt, Plantaginaceae. Þetta eru nokkuð hávaxnar plöntur með laufblaðahvirfingu og fingurbjargarlaga blóm í háum klösum. Þær eru mjög eitraðar. Heimkynni ættkvíslarinnar eru í V- og SV-Evrópu, V- og Mið-Asíu, Eyjaálfu og NV-Afríku.
Fjölgun:
Sáning - sáð að vori
Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.
Eða sáð beint út í beð. Þá þarf að merkja staðinn vel svo fræplönturnar fái að vaxa í friði.
Tvíært. Getur mögulega haldið sér við með sjálfsáningu við góð skilyrði, en sáir sér ekki mikið. Mjög eitruð planta.
Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?
Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.