top of page
Mýrastigi

Dodecatheon dentatum

Hjartagoðalykill

Maríulykilsætt

Primulaceae

Hæð

lágvaxinn, 20 - 25 cm

Blómlitur

hvítur

Blómgun

júní

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

jafnrakur, vel framræstur, lífefnaríkur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerður

Heimkynni

norðvesturhluti Kyrrahafsstrandar N-Ameríku

Goðalyklar, Dodecatheon, er lítil, einsleit ættkvísl í maríulykilsætt, Primulaceae, náskyld maríulyklum, Primula. Tegundirnar eru hver annari líkar og oft mjög erfitt að greina á milli þeirra. Allar eiga þær heimkynni í N-Ameríku og einhverjar einnig í NA-Asíu. Goðalyklar hafa laufblaðahvirfingu við jörð, með klasa af blómum á blaðlausum stilk sem hafa einkennandi aftursveigð krónublöð. Þeir þurfa rakan, næringarríkan jarðveg og þrífast í nokkrum skugga.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning - þarf kaldörvun, best sáð að hausti.

Fræ rétt hulið og haft í 6 vikur við stofuhita. Ef eitthvað af fræinu spírar, er því dreifplantað og svo er best að setja sáninguna út fram á vor. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma. Spírar best við 5-12°C.

​Lágvaxinn fjölæringur sem vex villtur í vestanverðum Bandaríkjunum í raklendi, bæði í klettum, á lækjarbökkum og á engjum. Hann þarf vel framræstan jarðveg, en þó jafnan jarðraka. Hann þolir illa þurrk.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page