top of page
Mýrastigi

Euphorbia polychroma

Mjólkurjurt

Mjólkurjurtaætt

Euphorbiaceae

Hæð

meðalhá, 30 - 40 cm

Blómlitur

gulur (blómin eru lítið áberandi en háblöðin eru aðalprýði plöntunnar)

Blómgun

lok maí - júní

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerð

Heimkynni

SA-Evrópa og mið-Asía

Mjólkurjurtir, Euphorbia, er stór og fjölskrúðug ættkvísl í mjólkurjurtaætt, Euphorbiaceae, með hátt í 2000 tegundir. Þær eiga það allar sameiginlegt að innihalda eitraðan mjólkursafa og hafa sérstaka skipan lítilfjörlegra blóma umluktum stórum litskrúðugum háblöðum. Þekktasta tegund ættkvíslarinnar er líklegast jólastjarnan, Euphorbia pulcherrima.

Fjölgun:


Græðlingar að vori. Gott er að stinga græðlingunum í volgt vatn áður en þeim er stungið í moldina til að stöðva mjókursafann.


Sáning - sáð síðvetrar eða snemma vors

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Ef fræ spírar ekki eftir 4 vikur, er ráðlegt að setja það í kæli í 2-4 vikur og færa það svo aftur í stofuhita. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.

Auðræktuð og harðgerð.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page