top of page
Mýrastigi

Gentiana paradoxa

Furðuvöndur

Maríuvandarætt

Gentianaceae

Hæð

lágvaxinn, um 20 - 30 cm

Blómlitur

blár

Blómgun

lok ágúst - september

Lauflitur

gulgrænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, rakur, lífefnaríkur

pH

súrt - hlutlaust

Harðgerði

harðgerður

Heimkynni

Kákasusfjöll

Maríuvendir, Gentiana, er stór ættkvísl um 400 tegunda í maríuvandaætt, Gentianaceae. Hún dreifist um fjalllendi og tempruð belti Evrópu, Asíu og Ameríku. Eitt aðaleinkenni ættkvíslarinnar eru stór tregtlaga blóm og margar tegundir skarta einstaklega skærbláum blómum.

Fjölgun:


Sáning - sáð að vori

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.

Harðgerður og blómviljugur.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page