top of page

Viola

Fjólur

Fjólur, Viola, er stærsta ættkvísl fjóluættar, Violaceae, með mesta útbreiðslu um nyrðra tempraða beltið. Þó vaxa nokkrar tegundir á suðurhveli, t.d. í Andesfjöllum og Ástralíu. Flestar eru lágvaxnar jurtir en örfáar tegundir eru runnkenndar og nokkrar tegundir í Andesfjöllum eru þykkblöðungar. Best þekktar og mest ræktaðar eru stjúpur og fjólur ræktaðar sem sumarblóm, en nokkrar fjölærar tegundir eru ræktaðar í görðum. Fimm tegundir vaxa villtar á Íslandi, birkifjóla, mýrfjóla, skógfjóla, týsfjóla og þrenningarfjóla.

Viola cornuta

Hornfjóla

Hornfjóla er meðalhá, fjölær fjólutegund með fjólubláum blómum.

Viola sororia 'Famecheck Apricot'

Systrafjóla

Systrafjóla er lágvaxin, fjölær fjólutegund sem blómstrar fjólubláum blómum. 'Famecheck Apricot' er afbrigði með ferskjugulum blómum.

bottom of page