Aruncus

Geitaskegg

Geitaskegg, Aruncus, tilheyra rósaætt, Rosaceae. Þau eru náskyld ættkvíslum mjaðjurta (Filipendula) og kvista (Spirea) og eiga heimkynni í deigu skóglendi upp til fjalla á norðurhveli jarðar.

Aruncus aethusifolius

Gemsuskegg

Gemsuskegg er lágvaxin planta með hvítum blómum, sem líkist musterisblómi (Astilbe).

Aruncus dioicus

Geitaskegg

Geitaskegg er hávaxin fjölær planta með skúfum af kremhvítum blómum.

  • Facebook App Icon

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2020  Garðaflóra.