Filipendula

Mjaðurtir

Mjaðurtir, Flipendula, er ættkvísl 12 tegunda í rósaætt, Rosaceae, sem vaxa um tempraða beltið á norðurhveli. Þær hafa fjaðurskipt lauf og stóra sveipi örsmárra blóma. Þær vaxa í raklendi, oft við ár og vötn.

Filipendula kamtschatica

Risamjaðurt

Risamjaðurt er mjög hávaxin, fjölær planta með hvítum blómum.

Filipendula rubra

Roðamjaðurt

Roðamjaðurt er hávaxin fjölær planta með bleikum blómum.