top of page

Agastache​

Agastache er ættkvísl fjölærra jurta í varablómaætt, Lamiaceae, með ilmandi lauf og blóm í löngum klösum. Í ættkvíslinni eru 22 tegundir​ sem allar eiga heimkynni í N-Ameríku, utan ein sem á heimkynni í A-Asíu. Þetta eru vinsælar garðplöntur á suðlægari slóðum þar sem þær eru vinsæl fæðuuppspretta fyrir fiðrildi og kólíbrífugla, og er fjöldi yrkja í ræktun. ​Þær eru helst til viðkvæmar hér.

Agastache foeniculum

Ilmexir

Ilmexir er lágvaxin planta sem blómstrar smáum, fjólubláum blómum.

bottom of page