top of page
Aurinia
Nálablóm
Ættkvíslin Alyssum, nálablóm, tilheyrir krossblómaætt, Brassicaceae. Þetta er nokkuð stór ættkvísl líkra tegunda sem eiga heimkynni við Miðjarðarhaf og austur til Mið-Asíu. Margar eru lágvaxnar fjallaplöntur, flestar með klasa lítilla hvítra eða gulra blóma. Þær þrífast best í sendnum, vel framræstum jarðvegi á sólríkum stað. Ættkvíslin Aurinia er náskyld ættkvísl sem nokkrar tegundir sem áður voru flokkaðar til Alyssum ættkvíslarinnar hafa verið færðar í. Þær blómstra allar gulum blómum og eiga heimkynni í Mið- og S-Evrópu.
bottom of page