top of page

Centaurea

Kornblóm

Kornblóm, Centaurea, er stór ættkvísl um 350 - 600 tegunda  í körfublómaætt, Asteraceae. Tegundir ættkvíslarinnar vaxa eingöngu á norðurhveli, flestar í Miðausturlöndum. Einkenni ættkvíslarinnar eru blómkollar sem samsettir eru úr frjóum pípukrónum í miðju og ófrjóum reifarblöðum í kring.

Centaurea dealbata

Silfurkornblóm

Silfurkornblóm er hávaxin fjölær planta með fjaðurskiptu laufi sem er silfrað á neðra borði og purpurableikum blómum.

bottom of page