top of page

Cyananthus

Heiðjurtir

Heiðjurtir, Cyananthus, er ættkvísl um 30 tegunda í bláklukkuætt, Campanulaceae, sem allar eiga heimkynni í háfjöllum Mið- og Austur-Asíu, margar í Himalajafjöllum. Þetta eru yfirleitt jarðlægar plöntur með nokkuð stórum blómum sem eru stök á hverjum blómstöngli, oftast blá, en geta líka verið hvít eða gul.

Cyananthus lobatus

Sandheiður

Sandheiður er jarðlæg steinhæðaplanta með smágerðu laufi og bláum blómum.

bottom of page