top of page

Dicentra

Hjartablóm

Hjartablóm, Dicentra, er lítil ættkvísl í draumsóleyjaætt, Papaveraceae, (áður reykjurtaætt) með um 8 tegundum sem vaxa í N-Ameríku og A-Asíu. Þau hafa margskipt, þunn laufblöð og óreglugega löguð blóm sem minna oft á hjarta. Þau vaxa í sól eða hálfskugga í næringarríkri mold. Hjartablóm, Dicentra spectabilis, hefur nýlega verið flutt í sér ættkvísl, Lamprocapnos, en verður áfram haft hér undir sínu gamla heiti.

Dicentra formosa

Dverghjarta

Dverghjarta er lágvaxin fjölær planta með bleikum blómum.

Dicentra formosa 'Bacchanal'

Dverghjarta

'Bacchanal' er afbrigði af dverghjarta er lágvaxin fjölær planta með dökkbleikum blómum.

Dicentra spectabilis

Hjartablóm

Hjartablóm er hávaxin planta með hjartalaga bleikum og hvítum blómum.

Dicentra spectabilis 'Alba'

Hjartablóm

Meðalhátt afbrigði af hjartablómi með hvítum blómum.

bottom of page