top of page

Saxifraga

Steinbrjótar

Steinbrjótar, Saxifraga, er stærsta ættkvísl steinbrjótsættar, Saxifragaceae, með um 440 tegundir sem dreifast um nyrðra tempraða beltið. Latneska heitið þýðir bókstaflega steinbrjótur og er talið vísa til vaxtaskilyrða margra tegunda sem vaxa í klettasprungum og grjótskriðum hátt til fjalla. Aðrar tegundir eru heldur stórvaxnari og vaxa á rökum engjum, en flestar tegundir, jafnvel þær sem vaxa í klettum vaxa þar sem raki er í jörðu eða vatn seitlar fram. Nokkrar tegundir vaxa villtar á Íslandi (*).

Saxifraga callosa

Tungusteinbrjótur

Tungusteinbrjótur er steinhæðaplanta sem blómstrar hvítum blómum.

Saxifraga cotyledon 'Pyramidalis'

Fagurfrú

Fagurfrú er steinhæðaplanta sem blómstrar hvítum blómum í stórum blómsveipum.

Saxifraga hypnoides

Mosasteinbrjótur

Mosasteinbrjótur er lágvaxin steinhæðaplanta með hvítum blómum.

Saxifraga oppositifolia

Vetrarblóm

Vetrarblóm er steinhæðaplanta sem blómstrar bleikum blómum þegar snjóa leysir. Það þarf grýttan jarðveg og gott frárennsli og vex best þar sem snjóþekja er yfir veturinn.

Saxifraga rotundifolia

Dröfnusteinbrjótur

Dröfnusteinbrjótur er lágvaxin, skuggþolin fjölær planta sem blómstrar hvítum blómum.

Saxifraga trifurcata

Kvíslsteinbrjótur

Kvíslsteinbrjótur er lágvaxin fjölær planta sem blómstrar hvítum blómum.

Saxifraga x arendsii 'Mossy Mixed'

Roðasteinbrjótur

Roðasteinbrjótur er garðablendingur með blómum í hvítum eða bleikum litum. 'Mossy Mixed' er fræblanda í blönduðum bleikum litatónum.

Saxifraga x arendsii 'Pearly King'

Roðasteinbrjótur

Roðasteinbrjótur er garðablendingur með blómum í hvítum eða bleikum litum. 'Pearly King' er afbrigði með hvítum blómum.

Saxifraga x arendsii 'Peter Pan'

Roðasteinbrjótur

Roðasteinbrjótur er garðablendingur með blómum í hvítum eða bleikum litum. 'Peter Pan' er afbrigði með rauðbleikum blómum.

Saxifraga x urbium

Skuggasteinbrjótur

Skuggasteinbrjótur er ævaforn garðablendingur tegundanna S. umbrosa og spaðasteinbrjóts, S. spathularis. Hann er skuggþolin þekjuplanta sem blómstrar fölbleikum blómum.

bottom of page