top of page
Mýrastigi

Gypsophila repens 'Rosea'

Dvergaslæða

Hjartagrasaætt

Caryophyllaceae

Hæð

lágvaxin um 15 cm

Blómlitur

bleikur

Blómgun

júní - ágúst

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, vikur eða malarblandaður

pH

hlutlaust - basískt

Harðgerði

þokkalega harðgerð ef frárennsli er gott

Heimkynni

tegundin vex villt í fjöllum Mið- og S-Evrópu

Blæjublóm, Gypsophila, er ættkvísl í hjartagrasaætt, Caryophyllaceae, með útbreiðslu um Evrasíu, Afríku og Eyjaálfu, með mestan tegundafjölda í Tyrklandi. Blæjublóm hafa djúpstætt rótarkerfi og er því illa við flutning. Þau þrífast best í djúpum, vel framræstum jarðvegi á sólríkum stað.

Fjölgun:


Græðlingar - sumargræðlingar.


Sáning - sáð að vori.

Fræ ekki hulið eða rétt hulið með mjög þunnu moldarlagi og haft við stofuhita fram að spírun.

Þarf sólríkan stað og vel framræstan, sendinn jarðveg.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page