Hieracium aurantiacum (Pilosella aurantiaca)
Hieracium aurantiacum (Pilosella aurantiaca)
Hieracium aurantiacum (Pilosella aurantiaca)
Hieracium aurantiacum (Pilosella aurantiaca)
Hieracium aurantiacum (Pilosella aurantiaca)
Hieracium aurantiacum (Pilosella aurantiaca)
Hieracium aurantiacum (Pilosella aurantiaca)

Hieracium aurantiacum

viðurkennt heiti: Pilosella aurantiaca

Roðafífill

Körfublómaætt

Asteraceae

Hæð

lágvaxinn, um 20 - 30 cm​

Blómlitur

rauðgulur

Blómgun

júní - júlí

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

frekar snauður, vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerður

Heimkynni

fjalllendi í Mið- og S-Evrópu, slæðingur hérlendis

Undafíflar, Hieracium, er stór ættkvísl í körfublómaætt, Asteraceae, sem nýlega hefur verið skipt í tvær ættkvíslir, Hieracium og Pilosella. Það sem skilur á milli er að tegundir sem nú eru flokkaðar í Pilosella hafa heilrennd lauf og fjölga sér líka með ofanjarðarrenglum. Tegundir sem enn tilheyra ættkvísl Hieracium hafa þann eiginleika að mynda fræ án frjóvgunar og því er tegundafjöldi ættkvíslarinnar nokkuð á reiki. Undafíflar vaxa í þurru graslendi og kjósa því sólríkan stað.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Fræ rétt hulið og haft við stofuhita fram að spírun.

​Myndar breiður með ofanjarðarrenglum sem skjóta rótum. Þurrkþolinn.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

  • Facebook App Icon

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2020  Garðaflóra.