top of page
Mýrastigi

Iris x germanica

Germanaíris

Sverðliljuætt

Iridaceae

Hæð

meðalhá, um 50 - 60 cm

Blómlitur

fjólublár, gulur og/eða hvítur

Blómgun

júlí

Lauflitur

grágrænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, sendinn

pH

hlutlaust - basískt

Harðgerði

takmörkuð reynsla, þolir illa vetrarbleytu

Heimkynni

náttúrulegur blendingur sem vex á Miðjarðarhafssvæðinu

Sverðliljur, Iris, er stór ættkvísl hátt í 300 tegunda í sverðliljuætt, Iridaceae. Orðið iris er úr grísku og merkir regnbogi og vísar í litrík blóm ættkvíslarinnar. Nær allar tegundir vaxa um tempraða belti norðurhvels við mjög breytileg skilyrði, frá þurru fjallendi, til engja og mýra.

Fjölgun:


Laukar að hausti.


Skipting að vori.

Germanaíris er náttúrulegur blendingur dalmatíuírisar (Iris pallida) og trúðaírisar (Iris variegata) sem getur verið nokkuð breytilegur í útliti. Fjöldi garðablendinga, þar sem fleiri villtar tegundir koma við sögu, telja tugi þúsunda.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page