top of page
Iris x hollandica 'Mix'
Hollandsíris
Sverðliljuætt
Iridaceae
Hæð
meðalhá, um 50 - 60 cm
Blómlitur
blandaðir litir, blár, hvítur, gulur, gulbrúnn
Blómgun
lok júní - júlí
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur, rakur, frjór
pH
hlutlaust - basískt
Harðgerði
yfirleitt einær
Heimkynni
Spánn, Pýreneafjöll
Sverðliljur, Iris, er stór ættkvísl hátt í 300 tegunda í sverðliljuætt, Iridaceae. Orðið iris er úr grísku og merkir regnbogi og vísar í litrík blóm ættkvíslarinnar. Nær allar tegundir vaxa um tempraða belti norðurhvels við mjög breytileg skilyrði, frá þurru fjallendi, til engja og mýra.
Fjölgun:
Laukar að hausti.
Yfirleitt einær. Lauf visnar eftir blómgun.
bottom of page