top of page
Mýrastigi

Lunaria annua 'Variegata'

Mánasjóður

Krossblómaætt

Brassicaceae

Hæð

hávaxinn, um 60 - 90 cm

Blómlitur

purpurarauður eða hvítur

Blómgun

maí - júní

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

lífefnaríkur, vel framræstur, rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerður

Heimkynni

Balkanskagi

Mánasjóðir, Lunaria, er lítil ættkvísl 4 tegunda í krossblómaætt, Brassicaceae. Þær blómstra purpurarauðum eða hvítum blómum og þroska fræ í þunnum, rúnnuðum skálpum sem eru vinsælir í þurrskreytingar. 

Fjölgun:


Sáning - sáð að vori

Fræ hulið og haft við stofuhita fram að spírun.

Tvíær planta sem getur haldið sér við með sjálfsáningu.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page