top of page
Mýrastigi

Ononis spinosa

Þyrnikló

Ertublómaætt

Fabaceae

Hæð

hávaxin, um 60 - 70 cm

Blómlitur

bleikur

Blómgun

ágúst - september

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

frekar rýr, sendinn, kalkríkur

pH

hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerð

Heimkynni

Evrópa

Ononis, þyrniklær, er ættkvísl um 30 tegunda fjölæringa og runna í ertublómaætt, Fabaceae. Þær vaxa villtar í Evrópu. Heiti ættkvíslarinnar á ensku er Restharrow, sem vísar í að stönglar plöntunnar eru nógu sterkir til að stoppa plóg. Íslenska heitið vísar í þyrnana sem eru langir og hvassir.

Fjölgun:


Sáning - sáð að hausti

Fræ rétt hulið og haft úti fram að spírun.

Plantan er alsett löngum, hvössum þyrnum.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page