top of page
Ononis spinosa
Þyrnikló
Ertublómaætt
Fabaceae
Hæð
hávaxin, um 60 - 70 cm
Blómlitur
bleikur
Blómgun
ágúst - september
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
frekar rýr, sendinn, kalkríkur
pH
hlutlaust - basískt
Harðgerði
harðgerð
Heimkynni
Evrópa
Ononis, þyrniklær, er ættkvísl um 30 tegunda fjölæringa og runna í ertublómaætt, Fabaceae. Þær vaxa villtar í Evrópu. Heiti ættkvíslarinnar á ensku er Restharrow, sem vísar í að stönglar plöntunnar eru nógu sterkir til að stoppa plóg. Íslenska heitið vísar í þyrnana sem eru langir og hvassir.
Fjölgun:
Sáning - sáð að hausti
Fræ rétt hulið og haft úti fram að spírun.
Plantan er alsett löngum, hvössum þyrnum.
bottom of page