top of page
Mýrastigi

Oxalis adenophylla

Fagursmæra

Súrsmæruætt

Oxalidaceae

Hæð

lágvaxin, um 15 - 20 cm​

Blómlitur

bleikur

Blómgun

júní

Lauflitur

grágrænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, meðalfrjór, lífefnaríkur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerð

Heimkynni

Argentína, Síle

Súrsmærur, Oxalis, er stærsta ættkvísl súrsmæruættar, Oxalidaceae, með um 800 af 900 tegundum ættarinnar. Þær dreifast um allan heim að heimskautum undanskildum með flestar tegundir í Brasilíu, Mexíkó og Suður-Afríku. Fáar tegundir eru nógu harðgerðar til að þrífast hérlendis. Ein tegund, súrsmæra (Oxalis acetocella) vex villt á Íslandi. Hún er friðlýst.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning - sáð að hausti.

Fræ rétt hulið og haft úti fram að spírun.

Blómin opnast bara í sólskini svo hún þarf sólríkan stað til að blómin springi út.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page