top of page
Mýrastigi

Oxalis enneaphylla 'Ione Hecker'

Rósasmæra

Súrsmæruætt

Oxalidaceae

Hæð

lágvaxin, um 15 - 20 cm​

Blómlitur

föllilla með dekkra æðamynstri

Blómgun

júní

Lauflitur

grágrænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, meðalfrjór, lífefnaríkur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerð

Heimkynni

Tegundin vex villt í Patagóníu og Falklandseyja

Súrsmærur, Oxalis, er stærsta ættkvísl súrsmæruættar, Oxalidaceae, með um 800 af 900 tegundum ættarinnar. Þær dreifast um allan heim að heimskautum undanskildum með flestar tegundir í Brasilíu, Mexíkó og Suður-Afríku. Fáar tegundir eru nógu harðgerðar til að þrífast hérlendis. Ein tegund, súrsmæra (Oxalis acetocella) vex villt á Íslandi. Hún er friðlýst.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning - sáð að hausti.

Fræ rétt hulið og haft úti fram að spírun.

Blómin opnast bara í sólskini svo hún þarf sólríkan stað til að blómin springi út.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page