Ranunculus acris 'Flore Pleno'
Ranunculus acris 'Flore Pleno'
Ranunculus acris 'Flore Pleno'
Ranunculus acris 'Flore Pleno'
Ranunculus acris 'Flore Pleno'
Ranunculus acris 'Flore Pleno'
Ranunculus acris 'Flore Pleno'
Ranunculus acris 'Flore Pleno'

Ranunculus acris 'Flore Pleno'

Brennisóley

Sóleyjaætt

Ranunculaceae

Hæð

meðalhá, um 40 - 50 cm

Blómlitur

gulur

Blómgun

júní

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

frjór, rakur, vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerð

Heimkynni

garðaafbrigði, tegundin vex villt víða um Evrasíu, m.a. á Íslandi

Sóleyjar, Ranunculus, er stór ættkvísl um 600 tegunda í sóleyjaætt, Ranunculaceae, með heimkynni víða um heim. Latneska heitið þýðir lítill froskur og vísar í að flestar tegundir vaxa í rökum jarðvegi. Flestar blómstra að vori eða snemmsumars, oftast gulum blómum en nokkrar tegundir blómstra hvítum eða grænleitum blómum. Þær þrífast yfirleitt best í sól þó skriðsóleyin ástkæra vaxi vandræðalaust hvar sem er, jafnvel á stöðum sem sjá aldrei til sólar.

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.

Harðgerð og auðræktuð planta.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

  • Facebook App Icon

gardaflora@gardaflora.is    I     © 2015-2020  Garðaflóra.