Ranunculus parnassifolius
Kalksóley
Sóleyjaætt
Ranunculaceae
Hæð
lágvaxin, 10 cm
Blómlitur
hvítur
Blómgun
maí - júní
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur, rakur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
harðgerð
Heimkynni
fjöll í Evrópu
Sóleyjar, Ranunculus, er stór ættkvísl um 600 tegunda í sóleyjaætt, Ranunculaceae, með heimkynni víða um heim. Latneska heitið þýðir lítill froskur og vísar í að flestar tegundir vaxa í rökum jarðvegi. Flestar blómstra að vori eða snemmsumars, oftast gulum blómum en nokkrar tegundir blómstra hvítum eða grænleitum blómum. Þær þrífast yfirleitt best í sól þó skriðsóleyin ástkæra vaxi vandræðalaust hvar sem er, jafnvel á stöðum sem sjá aldrei til sólar.
Fjölgun:
Skipting að vori eða hausti.
Sáning - sáð í september - nóvember.
Fræ hefur stutt geymsluþol og ætti að geymast í kæli þar til því er sáð.
Fræ rétt hulið og haft við stofuhita í 4 vikur og síðan úti fram að spírun. Fræ þarf að frjósa, svo það er ekki nóg að setja það í ísskáp.
Steinhæðaplanta sem þarf vel framræstan, rakan jarðveg og sól.