top of page

Sedum telephium ssp. fabaria

sh. Hylotelephium telephium ssp. fabaria

Sumarhnoðri

Helluhnoðraætt

Crassulaceae

Hæð

lágvaxinn, um 20-30 cm​

Blómlitur

purpurarauður

Blómgun

ágúst - september

Lauflitur

grágrænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerður

Heimkynni

V- og Mið-Evrópa

Hnoðrar, Sedum, er stór ættkvísl allt að 600 tegunda í helluhnoðraætt, Crassulaceae, með útbreiðslu víða um norðurhvel jarðar. Þetta eru jurtkenndir eða runnkenndir þykkblöðungar sem þola mikinn þurrk og þrífast best í sól.

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.


Sáning - sáð í mars.

Fræ ekki hulið og haft við stofuhita fram að spírun.

Þurrkþolinn og þokkalega harðgerður.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page