top of page

Sinopodophyllum hexandrum 'Majus'

sh. Podophyllum hexandrum

Maíepli

sh. Smeðjuegg, Þófablað

Mítursætt

Berberidaceae

Hæð

meðalhá, 30 - 50 cm

Blómlitur

fölbleikur

Blómgun

maí - júní

Lauflitur

grænt með dökkgrænu mynstri

Birtuskilyrði

hálfskuggi

Jarðvegur

frjór, lífefnaríkur, vel framræstur, rakur

pH

súrt - hutlaust - basískt

Harðgerði

harðgert

Heimkynni

Himalajafjöll

Ættkvísl maíepla, Podophyllum, í mítursætt, Berberidaceae, hefur verið skipt upp og er nú aðeins ein tegund eftir í þeirri ættkvísl, Podophyllum peltatum, sem á heimkynni í N-Ameríku. Sinopodophyllum ættkvíslin inniheldur líka bara eina tegund, maíeplið, Sinopodphyllum hexandrum, sem vex villt í Himalayafjöllum og svæðum þar í kring.  Aðrar tegundir sem áður voru í Podophyllum ættkvíslinni eru nú í ættkvíslinni Dysosoma.

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.


Sáning - sáð í september - nóvember.

Fræ hulið og haft úti fram að spírun.

Harðgerð skógarplanta sem vex vel í lífefnaríkum, vel framræstum jarðvegi í hálfskugga. Eitruð planta.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page