top of page
Mýrastigi

Thalictrum aquilegiifolium

Freyjugras

Sóleyjaætt

Ranunculaceae

Hæð

hávaxið, um 70 - 90 cm

Blómlitur

rauðfjólublár eða hvítur

Blómgun

júní - ágúst

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgert

Heimkynni

Evrópa, Asía

Brjóstagrös, Thalictrum, er stór ættkvísl um 120-200 tegunda í sóleyjaætt, Ranunculaceae, með heimkynni á tempruðum svæðum. Einkennandi fyrir tegundir ættkvíslarinnar eru fínskipt lauf og blóm án krónublaða en með löngum fagurlega lituðum fræflum í gisnum toppum. Sumar tegundir hafa fagurlituð bikarblöð. Þær vaxa yfirleitt á skuggsælum stöðum í frekar rökum jarðvegi. Ein tegund, brjóstagras, vex villt á Íslandi.​

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.


Sáning - sáð í janúar - febrúar.

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita fram að spírun. Ef fræ spírar ekki á 3-4 vikum, er það sett í kæli í 2-4 vikur og svo haft við stofuhita fram að spírun.

Hávaxin planta sem þarf stuðning.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page