top of page
Trifolium rubens
Purpurasmári
Ertublómaætt
Fabaceae
Hæð
meðalhár, um 30 - 40 cm
Blómlitur
purpurarauður
Blómgun
júlí
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur, rakur, meðalfrjór
pH
hlutlaust - basískt
Harðgerði
harðgerður
Heimkynni
Evrópa
Smárar, Trifolium, er stór ættkvísl í ertublómaætt, Fabaceae, með heimkynni um allan heim. Þeir eru niturbindandi og þrífast því vel í rýrum jarðvegi. Þeir eru almennt sólelskir þó einhverjar tegundir þoli skugga part úr degi.
Fjölgun:
Skipting að vori eða hausti.
Sáning - sáð í febrúar - mars.
Fræ rétt hulið og haft við stofuhita fram að spírun.
Þrífst best á sólríkum stað í vel framræstum jarðvegi.
bottom of page