top of page
Verbascum acaule
Dvergakyndill
Grímublómaætt
Scrophulariaceae
Hæð
jarðlægur, um 5 cm
Blómlitur
gulur
Blómgun
júní - ágúst
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur, grýttur, kalkríkur
pH
hlutlaust - basískt
Harðgerði
frekar viðkvæmur
Heimkynni
fjöll á Grikklandi
Kyndiljurtir, Verbascum, er ættkvísl um 360 tegunda í grímublómaætt, Scrophulariaceae. Flestar tegundir eiga heimkynni í SA-Evrópu og V-Asíu. Flestar vaxa í sendnum, grýttum jarðvegi en geta vel þrifist í vel framræstri garðmold. Þær þurfa sólríkan, skjólgóðan vaxtarstað.
Fjölgun:
Skipting að vori og hausti.
Sáning - sáð í febrúar - mars.
Fræ rétt hulið og haft við ca. 15°C fram að spírun.
Steinhæðaplanta sem þarf mjög gott frárennsli, þrífst sennilega helst í góðum halla. Viðkvæmur fyrir vetrarbleytu.
bottom of page