top of page
Mýrastigi

Verbascum phoeniceum 'Flush of White'

Blámannskyndill

Grímublómaætt

Scrophulariaceae

Hæð

hávaxinn, um 60 - 70 cm

Blómlitur

hvítur

Blómgun

júlí - september

Lauflitur

dökkgrænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur

pH

hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerður

Heimkynni

garðaafbrigði, tegundin vex villt í A-Evrópu og Mið-Asíu

Kyndiljurtir, Verbascum, er ættkvísl um 360 tegunda í grímublómaætt, Scrophulariaceae. Flestar tegundir eiga heimkynni í SA-Evrópu og V-Asíu. Flestar vaxa í sendnum, grýttum jarðvegi en geta vel þrifist í vel framræstri garðmold. Þær þurfa sólríkan, skjólgóðan vaxtarstað.

Fjölgun:


Skipting að vori og hausti.


Sáning - sáð í febrúar - mars.

Fræ rétt hulið og haft við ca. 15°C fram að spírun.


Þarf vel framræstan jarðveg og sólríkan stað. Hávaxin planta sem þarf stuðning.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page