top of page

Veronica gentianoides 'Variegata'

Kósakkadepla

Græðisúruætt

Plantaginaceae

Hæð

meðalhá, um 30 - 40 cm

Blómlitur

ljósblár

Blómgun

júní - júlí

Lauflitur

hvítmynstrað

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerð

Heimkynni

garðaafbrigði, tegundin vex villt í Kákasus

Bládeplur, Veronica, er stærsta ættkvísl græðisúruættar, Plantaginaceae, með um 500 tegundir. Ættkvíslin tilheyrði áður grímublómaætt en mikil endurskoðun hefur átt sér stað á þeirri ætt og margar ættkvíslir sem tilheyrðu ættinni nú flokkaðar í græðisúruætt. Bládepluættkvíslin er einnig í endurskoðun og mögulegt að allmargar ættkvíslir verði sameinaðar henni, t.d. ættkvíslin Hebe sem er nær eingöngu bundin við Nýja-Sjáland. Flestar tegundir bládepla skv. eldri flokkun eiga heimkynni um nyrðra tempraðað beltið. Þær þrífast best í sól, en gera ekki sérstakar jarðvegskröfur, þó lágvaxnar tegundir þrífist best í sendnum, þurrum jarðvegi.

Fjölgun:


Skipting að vori eða hausti.

Harðgerð og auðræktuð planta. Garðaafbrigði af tegundinni með hvítmynstruðu laufi.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page